Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, voru meðal gesta á Stade de Nice í gærkvöld þegar Ísland vann sigurinn stórkostlega á Englandi í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu.
Á meðal annarra gesta var Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, sem fagnaði sigrinum auðvitað vel og innilega. Þau Eggert og Dorrit dönsuðu til að mynda saman sigurdans á vellinum eftir að sigurinn var í höfn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Eggert Magnússon og Dorrit Moussiaeff voru hress eftir leik #EMÍsland #fotboltinet #isl pic.twitter.com/DS2qmcDvVH
— Valur Páll Eiríksson (@vpeiriksson) June 27, 2016