Ragnar valinn í lið mótsins

Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason eftir leik íslenska liðsins …
Ragnar Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason eftir leik íslenska liðsins gegn Portúgal á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hlaut náð fyrir augum blaðamanna Guardian þegar þeir völdu lið mótsins á Evrópumótinu sem lauk með sigri Portúgals í gær. 

„Ragnar var eins og klettur í miðri vörn íslenska liðsins og samvinna hans og Kára Árnasonar í hjarta varnarinnar var til fyrirmyndar. Ragnar og gott varnarskipulag áttu ríkan þátt í velgengni liðsins. Frammistaða Ragnars hefur vakið athygli liða í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði meðal annars í umsögn Guardian um íslenska varnarmanninn. 

Lið mótsins að mati Guardian er þannig skipað: Lukasz Fabianski - Joshua Kimmich, Giorgio Chiellini, Ragnar Sigurðsson, Raphaël Guerreiro - Grezegorz Krychowiak, Andrés Iniesta, Aaron Ramsay - Ivan Perisic, Antoine Griezmann, Dimitri Payet.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka