Ronaldo með rifið krossband?

Cristiano Ronaldo lét meiðslin ekki stöðva sig í því að …
Cristiano Ronaldo lét meiðslin ekki stöðva sig í því að lyfta Evrópubikarnum í leikslok í gærkvöld. AFP

Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgölsku Evrópumeistaranna í knattspyrnu, er með skaddað krossband í hné samkvæmt fyrsta mati lækna landsliðsins en frá þessu er skýrt í spænskum og portúgölskum fjölmiðlum.

Krossbandið er þó ekki talið vera slitið, sem hefði kostað hann 8-10 mánaða fjarveru, en það virðist vera rifið að hluta. Haft er eftir læknunum að það geti þýtt 4-5 mánaða fjarveru, og Ronaldo myndi þá ekki spila með Real Madrid eða portúgalska landsliðinu fyrr en skömmu fyrir jól.

Hann fór af velli á 25. mínútu úrslitaleiksins gegn Frökkum í gærkvöld eftir að Dimitri Payet braut á honum á sjöundu mínútu leiksins. Ronaldo gerði tvær  tilraunir til að halda leiknum áfram en gafst að lokum upp og var skipt af velli.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin