Kolbeinn bestur hjá lesendum Skysports

Kolbeinn Sigþórsson í baráttu við leikmann Ungverja í leik liðanna …
Kolbeinn Sigþórsson í baráttu við leikmann Ungverja í leik liðanna á EM 2016. AFP

Kolbeinn Sigþórsson var kosinn besti leikmaður Evrópumótsins í knattspyrnu karla af lesendum Skysports. Kolbeinn fékk um það bil 34.000 atkvæði, en Frakkinn Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður mótsins kom næstur með um það bil 21.000 atkvæði.

Kolbeinn skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á mótinu, en hann skoraði sigurmark liðsins í 2:1 sigri liðsins gegn Englandi í 16 liða úrslitum mótsins og minnkaði muninn gegn Frakklandi í átta liða úrslitunum. 

Hér að neðan má sjá þá tíu leikmenn sem urðu efstir í kosningunni hjá lesendum Skysports.

1. Kolbeinn Sigþórsson 34.000
2. Antoine Griezmann 21.000
3. Aaron Ramsey 9.700
4. Dimitri Payet 9.100
5. Gareth Bale 5.700
6. Cristiano Ronaldo 4.200
7. Leonardo Bounucci 3.600
8. Renato Sanches 3.400
9. Toni Kroos 2.700
10. Eden Hazard 1.900

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka