Lesendur Guardian heillast af Íslandi

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna sigri sínum gegn Englandi …
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fagna sigri sínum gegn Englandi á EM 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Það voru ekki eingöngu íslenskir stuðningsmenn sem hrifust af framgöngu íslenska landsliðsins í knattspyrnu karla á Evrópumótinu sem fram fór í Frakklandi og lauk um helgina. Íslenska liðið er langefst í kosningu um uppáhaldslið lesenda Guardian á mótinu.

Ísland er í mestu uppáhaldi hjá 69% lesenda, en næst þar á eftir er Wales með 13% og Portúgal, Frakkland og Þýskaland hafa fengið 6% atkvæða. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 7.284 lesendur greitt atkvæði sitt og 5.026 atkvæði hafa því fallið Íslandi í skaut. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka