Joachim Löw mun virða samning sinn við þýska knattspyrnusambandið sem þýðir að hann mun halda áfram þjálfun þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en samningur hans gildir út heimsmeistarakeppnina 2018.
Þýskaland sem er ríkjandi heimsmeistari laut í lægra haldi fyrir Frakklandi í undanúrslitum Evrópumótisns sem lauk með sigri Portúgal um nýliðna helgi. Vangaveltur voru uppi um framtíð Löw eftir mótið, en þeim hefur nú verið svarað.