Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu karla eru enn að melta tap liðsins gegn Íslandi í 16 liða úrsltium Evrópumótsins.
Gary Lineker, íþróttafréttamaður BBC, var ansi argur þegar úrslitin lágu ljós fyrir og sagði tapið það versta í sögu enskrar knattspyrnu. Tísti hans var oftast endurtíst af þeim tístum sem fjölluðu um mótið.
The worst defeat in our history. England beaten by a country with more volcanoes than professional footballers. Well played Iceland.
— Gary Lineker (@GaryLineker) June 27, 2016