Hver var besti leikurinn á EM?

Liðsmynd af Portúgal eftir að liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu …
Liðsmynd af Portúgal eftir að liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu karla árið 2016. AFP

Heimasíða UEFA hefur litið yfir þá 51 leiki sem fram fóru á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í Frakklandi fyrr í sumar og valið þá fimm skemmtilegustu leiki mótins. Einn leikjanna vekur upp blendnar tilfinningar hjá íslenskum knattspyrnuáhugamönnum.  

Leikirnir fimm sem glöddu augað mest hjá blaðamanni UEFA voru eftirtaldir:

Fyrst ber að nefna 3:3 jafntefli Portúgals og Ungverjalands í riðlakeppninni þar sem Cristiano skráði sig á spjöld sögunnar með því að verða fyrsti leikmaðurinn til þess að skora í fjórum lokakeppnum Evrópumóts karla í knattspyrnu.  

Næstur er nefndur til sögunnar 2:0 sigur Ítala gegn Spáni í 16 liða úrslitum keppninnar. Spánverjar höfðu orðið Evrópumeistarar í tveimur síðustu keppnum þegar þarna var komið við sögu og Ítalir stöðvuðu sigurgöngu Spánar.

Því næst er sögulegur 3:1 sigur Wales gegn Belgíu í átta liða úrslitunum þar sem stórglæsilegt mark Radja Nainggolan leit dagsins ljós. Þá heiðraði Hal Robson-Kanu minningu Johans Cruyff með marki eftir snúning sem var vörumerki hollensku goðsagnarinnar hér á árum áður. 

Dramatískur sigur Þjóðverja gegn Ítalíu eftir langa og stranga vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum keppninnar er næstur á listanum. Þjóðverjar brenndu af fleiri vítaspyrnum í þessari vítaspyrnukeppni en samanlagt í vítaspyrnukeppnum á stórmótum síðustu 40 ár.

Thomas Müller varð fyrsti Þjóðverjinn til þess að brenna af vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni á stórmóti síðan Uli Stielike brenndi af vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni á heimsmeistaramótinu á Spáni árið 1982.

Þar áður var Uli Höness síðasti Þjóðverjinn til þess að bregðast bogalistinn á vítapunktinum í vítaspyrnukeppni á stórmóti þegar hann gerði það í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Tékkóslóvakíu árið 1976.

Að lokum skilaði glæsileg frammistaða Frakka í 5:2 sigri liðsins gegn Íslandi í átta liða úrslitum keppninnar og karakter íslenska liðsins í seinni hálfleik því að sá leikur þótti verðskulda sæti á listanum. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka