Enska liðið mætti með smá hroka

Heimildarmyndin Ég er kominn heim verður sýnd annað kvöld klukkan átta í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Fjallar myndin um ævintýri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á EM í Frakklandi í sumar.

Sagan er sögð frá sjónarhorni Guðmundar Benediktssonar sem lýsti leikjum Íslands af mikilli innlifun og vakti heimsathygli fyrir tilfinningaríkar og skemmtilegar lýsingar. Sjónvarp Símans var með myndavél á Gumma Ben við lýsingar á öllum leikjum Íslands og áhorfendur fá að sjá einstakar myndir sem ekki hafa sést áður í sjónvarpi. Ástríða hans á fótbolta skín í gegn og vekur upp skemmtilegar tilfinningar hjá áhorfendum.

Inn í söguna tvinnast myndefni frá Íslendingum um víða veröld sem fylgdust spenntir með mótinu auk skemmtilegra myndbrota frá íslenskum áhorfendum sem slógu í gegn í Frakklandi, ekki síður en strákarnir í landsliðinu.

Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Þorsteinn J. sem stýrði EM stofu Sjónvarps Símans á meðan á mótinu stóð og fylgdi áhorfendum í gegnum þetta eftirminnilega fótboltasumar.

Kolbeinn Sigþórsson fagnar markinu sem hann skoraði gegn Englandi í …
Kolbeinn Sigþórsson fagnar markinu sem hann skoraði gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM. AFP
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka