„Hver mínúta í þessu móti er eitthvað sem ég mun nýta mér í næstu verkefnum með landsliðinu,“ segir Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaður sem spilað hefur fyrir Ísland á stórmóti í knattspyrnu.
Agla María var í byrjunarliði Íslands gegn Frakklandi í fyrsta leiknum á EM í Hollandi og kom svo inn á sem fyrsti varamaður gegn Sviss í gær. Tap í þeim leik og jafntefli Austurríkis við Frakkland þýðir hins vegar að Ísland er nú úr leik:
„Við komumst yfir í leiknum við Sviss og erum með mjög gott varnarlið þannig að það er mjög svekkjandi að hafa tapað þessum leik,“ sagði Agla María eftir æfingu landsliðsins í dag.
Nánar er rætt við Öglu Maríu í meðfylgjandi myndskeiði.