Samt átti maður eitthvað inni

„Það er svolítið erfitt að jafna sig eftir að hafa dottið úr keppni. Maður er ennþá að reyna að jafna sig,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, eftir æfingu landsliðsins í dag nú þegar ljóst er að Ísland kemst ekki í 8-liða úrslit EM í Hollandi.

Ísland tapaði fyrir Sviss og Frakklandi í fyrstu tveimur leikjum sínum og er á heimleið eftir lokaleik sinn í riðlinum, gegn Austurríki á miðvikudaginn. Skýrt markmið íslenska liðsins var að komast í 8-liða úrslit:

„Við settum okkur stór og háleit markmið fyrir mótið og það er mjög svekkjandi að komast ekki upp úr riðlinum. Svona er þetta bara. Við lögðum allt í sölurnar en samt eru margir hlutir sem við hefðum getað gert betur sem lið og einstaklingar. Við höldum áfram að vinna í þeim,“ sagði Sara. Spurð um eigin frammistöðu í mótinu svaraði fyrirliðinn:

„Mér fannst ég gefa allt í verkefnið, en ég hefði viljað vera meira í leiknum — fá boltann meira. Auðvitað vill maður ekki segja að maður eigi eitthvað inni, því maður gaf allt sem maður átti, en samt átti maður eitthvað inni.“

Nánar er rætt við Söru í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin