„Helvíti langt á McDonald's“

Ásmundur Haraldsson og Freyr Alexandersson á æfingasvæði íslenska landsliðsins í …
Ásmundur Haraldsson og Freyr Alexandersson á æfingasvæði íslenska landsliðsins í Harderwijk. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu kveður brátt bæinn Ermelo þar sem það hefur dvalið á meðan á Evrópumótinu í Hollandi hefur staðið. Þjálfarar landsliðsins, Freyr Alexandersson og Ásmundur Haraldsson, segjast hæstánægðir með þann stað sem þeir völdu fyrir liðið.

„Það er reyndar helvíti langt á McDonald‘s,“ sagði Ásmundur laufléttur í bragði, og uppskar mikinn hlátur á fréttamannafundi fyrir æfingu landsliðsins.

„Það er ekki yfir neinu að kvarta hérna. Þetta er búið að reynast allt frábært; hótelið, starfsfólkið þar, æfingasvæðið, litli bærinn sem við höfum verið í. Við höfum kannski ekki haft sérstaklega mikinn tíma til að njóta umhverfisins sem er hérna, því þetta hefur verið mikil keyrsla, en umhverfið er frábært og rólegt. Ég held að leikmennirnir hafi haft gott af þessu umhverfi,“ sagði Ásmundur og Freyr bætti við:

„Ég er sammála Ása um þetta. Ég er bara einu sinni búinn að fara af hótelinu, þegar ég fór og fékk mér sushi rétt hjá hótelinu.“

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin