Ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu

Vitulano sleppti því að dæma vítaspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir hefði …
Vitulano sleppti því að dæma vítaspyrnu sem Fanndís Friðriksdóttir hefði sennilega átt að fá í leiknum gegn Frakklandi. AFP

Carina Vitulano, ítalski dómarinn sem dæmdi leik Íslands og Frakklands í fyrstu umferð á EM kvenna í knattspyrnu í Hollandi, verður aftur á ferðinni þegar Ísland mætir Austurríki í Rotterdam annað kvöld.

Vitulano verður eftirlitsdómari á leiknum og því gæti vel komið til orðaskipta á milli hennar og þjálfara liðanna tveggja á hliðarlínunni. Vitulano fékk ekki háa einkunn hjá Íslendingum eftir leikinn við Frakka þar sem hún sleppti til að mynda að dæma vítaspyrnu þegar brotið virtist á Fanndísi Friðriksdóttur undir lok fyrri hálfleiks, en dæmdi hins vegar víti á Ísland undir lok leiks sem sigurmark Frakka kom úr. Freyr kvaðst þó aðspurður ekki eiga eftir að vera með óbragð í munni á hliðarlínunni á morgun:

„Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu. Hún er hér á vegum UEFA að gera sitt allra besta. Ég hef ekkert vont bragð í munni gagnvart henni. Hún mun ekki trufla mig neitt,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í Rotterdam í dag.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin