Ég var brjálaður og orðlaus

Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. AFP

„Eina kraf­an frá mér var að við mynd­um spila þokka­leg­an leik, það var press­an frá mér og við gerðum það ekki. Það var svekkj­andi að ná ekki í góðan leik og þetta var ein­fald­lega lé­leg­ur leik­ur, það er ekki flókn­ara en það. Við vor­um ekki til­bú­in í slag­inn and­lega,“ sagði Freyr Al­ex­and­ers­son, þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, við mbl.is og fleiri fjöl­miðla eft­ir 3:0 tap gegn Aust­ur­ríki í síðasta leik ís­lenska liðsins á Evr­ópu­mót­inu í Hollandi í kvöld. 

Freyr sá ekki mikið já­kvætt í leikn­um í kvöld, annað en 20 mín­útna kafla í byrj­un seinni hálfleiks. 

Hefðu getað skorað 2-3 mörk í viðbót

„20 mín­útna kafli í seinni hálfleik eft­ir að við náðum að róa þær aðeins í hálfleik, hann var í lagi, annað ekki. Ef við mynd­um spila tíu leiki myndu níu af þeim vera jafn­ir, plús eða mín­us eitt mark, fram og til baka. Þær hafa eig­in­leika fram yfir okk­ur en heilt yfir eru þetta svipuð lið. Við höfðum ekki and­leg­an styrk til að keppa við þær í dag. Þær voru góðar í teign­um, refsuðu og hefðu getað skorað 2-3 mörk í viðbót.“

Freyr viður­kenn­ir að hann hafi verið afar pirraður í hálfleik.

Var brjálaður og í raun­inni orðlaus

„Ég var brjálaður og í raun­inni orðlaus í hálfleik. Þetta var svo lé­legt og ég var svo svekkt­ur með frammistöðuna. Ég tók ekki kast á þær inni, ég reyndi aðeins að berja í þær stálið og reyndi að hjálpa þeim að slaka á. Fyrstu 20 mín­út­urn­ar í seinni eru í lagi, þá höld­um við þeim niðri og höld­um aðeins í bolt­ann.“

Hann hrósaði liðinu fyr­ir fyrri tvo leik­ina, en eins og áður hef­ur komið fram, var hann ekki ánægður með liðið í kvöld. 

„Þær hafa kannski ekki brugðist út frá þess­um leik, þetta var farið fyr­ir þenn­an leik. Mér fannst frammistaðan og hugafarið í fyrstu tveim­ur leikj­un­um gott, þær reyndu allt hvað þær gátu þar. Þær eru frá­bær­ar fyr­ir­mynd­ir fyr­ir all­ar ung­ar stúlk­ur til að sýna þér hvernig þú átt að haga þér sem íþróttamaður og vera stolt­ur Íslend­ing­ur, það vantaði ekk­ert upp á það. Frammistaðan í dag var hins veg­ar ekki til út­flutn­ings.“

Freyr viður­kenn­ir að sitt lið hafi ein­fald­lega ekki verið til­búið í leik­inn í kvöld. 

Búið að brjóta þær niður

„Ég sagði í gær að það væri púslu­spil fyr­ir mig til að finna út hverj­ar væru í lagi and­lega, því það voru ekki all­ar í lagi. Ég var ekki að segja að all­ir væru klár­ir. Stelp­urn­ar upp­lifðu það kannski þannig og töluðu þannig en ég sá að hlut­irn­ir væru ekki í lagi og ég sagði það við þær. Ég var mjög hrein­skil­inn við þær um þetta og mér fannst stemn­ing­in í dag fyr­ir leik allt önn­ur en það þarf meira til að kom­ast yfir það þegar það er búið að brjóta þær niður og þú ert að mæta svona góðu liði eins og Aust­ur­ríki sem hef­ur allt að keppa.“

Harpa Þor­steins­dótt­ir, Hólm­fríður Magnús­dótt­ir og Agla María Al­berts­dótt­ir voru tekn­ar af velli í síðari hálfleik.

„Harpa var alltaf að fara út af eft­ir 60-70 mín­út­ur, hún var allt í lagi í þess­um leik og gerði eins og hún gat. Tankur­inn var bú­inn hjá Hólm­fríði, hún ræður ekki við meira en þetta á þessu stigi, það var fyr­ir­framákveðið að við mynd­um taka hana út. Agla María var búin á því, hún var ekki lé­legri en ein­hver ann­ar, þó hún hafi ekki verið góð.“

Hann seg­ir að það þurfi að bæta margt í ís­lensk­um fót­bolta og það þurfi að byrja á því þegar leik­menn eru ung­ir. 

Veit ná­kvæm­lega hvað ég er að gera

„Ég veit ná­kvæm­lega hvað ég er að gera og ég er eins vel und­ir­bú­inn og hægt er, öll vinn­an í kring­um liðið er í hæsta gæðaflokki ef ég er hrein­skil­inn. Það eru hins veg­ar fullt af atriðum sem þarf að laga hjá þessu liði. Sú vinna þarf að fara dýpra, við þurf­um að taka tækni­lega hlut­ann mjög al­var­lega. Við horf­um á fót­bolta og við sjá­um þetta al­veg, send­ing­ar, mót­tök­ur, hlaup án bolta, leikskiln­ing­ur og annað, jafn­vel hjá bestu mönn­um liðsins. Ég er ekki að skjóta á leik­menn þegar ég segi þetta, en við þurf­um að skoða þetta, laga þetta og fara með þetta niður í 7. flokk og gera lang­tíma plan. Kvenna­fót­bolt­inn er að vaxa hratt. Ég er bú­inn að segja þetta í nokk­ur ár, það þarf að grípa inn í þetta og ein­hver aðgerð að fara í gang.“

Arn­ar Daði Arn­ars­son, fréttamaður fot­bolti.net, spurði Frey hvort hann sæi eft­ir því að hafa breytt um leik­k­erfi stuttu fyr­ir mót. Freyr seg­ir svo ekki vera. 

„Við vor­um næst­marka­hæsta liðið í undan­keppn­inni í 4-1-4-1 og við miss­um okk­ar bestu leik­menn úr þess­um sókn­ar­leik og við þurf­um að bregðast við. Held­ur þú í al­vör­unni að það sé leik­k­erf­inu að kenna að við höf­um ekki fengið fleiri stig? Það hef­ur ekk­ert með leik­k­erfið að gera,“ svaraði Freyr nokkuð pirraður. 

Arn­ar spurði Frey svo út í frammistöðu ungu leik­mann­anna.

„Þær standa sig mjög vel, en held­ur þú að það taki ekki tíma? 

Arn­ar hélt svo áfram að spyrja. Fannst Frey vera inni­stæða fyr­ir bjart­sýni fyr­ir mót og voru vænt­ing­arn­ar ekki of háar? 

Það mun­ar einu augna­bliki

„Ef við hugs­um ekki stórt og reyn­um ekki að teygja okk­ur eins langt og við get­um, hvað ætl­um við þá að vera? Eig­um við að fara inn á þriðja stór­mótið bara til að vera með? Það sem ger­ist með há­leitri mark­miðasetn­ingu er að þú nærð fram því allra besta út úr íþrótta­mönn­um og leik­menn teygja sig langt. Það er hægt að sjá það á því hvernig þjóðin hef­ur verið í kring­um liðið. Það hef­ur myndað ákveðna stemn­ingu að liðið hugsi stórt og vilji ná langt. Þannig eru ís­lensk­ir íþrótta­menn og ef þeir eru til­bún­ir til að teygja sig eins langt og hægt er, þá ná menn ár­angri, það er svona stutt á milli í þessu. Það mun­ar einu augna­bliki á 86. mín­útu í leikn­um gegn Frökk­um og ein­um varn­ar­mis­tök­um gegn Sviss, ann­ars vær­um við að spila úr­slita­leik í dag. Það skipt­ir ekki máli hvaða leik­k­erfi þú ert að nota, það skipt­ir máli að láta litlu atriðin telja.“

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin