Ég veit hvar línan liggur

„Þær vilja sanna fyrir þjóðinni og sjálfum sér að þær geti þetta og séu mjög góðir fulltrúar þjóðarinnar á þessu móti,“ sagði Hanna Dóra Markúsdóttir, móðir landsliðskonunnar Rakelar og meðlimur í kvennalandsliðsnefnd KSÍ til margra ára.

Hanna Dóra er á sínu þriðja stórmóti líkt og Rakel, en hefur á öllum mótunum einnig stutt við landsliðið sem landsliðsnefndarfulltrúi. Í Rotterdam í dag var hún svo að útdeila miðum til íslenskra stuðningsmanna, fyrir síðasta leik Íslands á EM í ár, sem er gegn Austurríki kl. 18.45 að íslenskum tíma. En hvernig gengur að sameina hlutverkin, að vera móðir og í landsliðsnefnd?

„Það gengur ágætlega. Ég veit nákvæmlega hvar línan liggur. Ég skipti mér ekki af henni, hún er bara með liðinu og ég á öðru hóteli. Við erum fjórar úr landsliðsnefndinni á öðru hóteli, á bakvakt, og ef einhverju þarf að redda þá getum við stokkið í það, en við erum annars ekki með liðinu,“ sagði Hanna Dóra þegar hún ræddi við mbl.is á stuðningsmannasvæðinu í Rotterdam í dag.

Leikmenn landsliðsins eru sammála um það að umgjörðin í kringum liðið hafi aldrei verið betri og Hanna Dóra tekur undir það:

„KSÍ veit alveg að þetta er það sem til þarf. Það hjálpaði stelpunum líka heilmikið að strákarnir komust á EM í fyrra og stóðu sig svona frábærlega. Það hjálpar okkur, við sjáum hvernig þetta er gert karlamegin og KSÍ gerir eins vel við stelpurnar og fjármagn leyfir,“ sagði Hanna Dóra.

Búist er við um 2.700 íslenskum stuðningsmönnum á leiknum í kvöld en þeir hafa vakið nokkra athygli á mótinu:

„Stuðningsmennirnir eru landi og þjóð til sóma. Það er ekkert vesen. Hollendingarnir tala um það hvað þetta sé frábært stuðningslið, við séum svo kurteis og almennileg, og ekkert vesen þó að við séum svona mörg. Þannig vill maður hafa þetta,“ sagði Hanna Dóra, en nánar er rætt við hana í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin