„Eins og að kreista vatn úr steini“

Freyr Alexandersson var svekktur með úrslit mótsins.
Freyr Alexandersson var svekktur með úrslit mótsins.

„Fyrst og síðast bara von­brigði,“ sagði Freyr Al­ex­and­ers­son eft­ir þriggja marka tap Íslands fyr­ir Aust­ur­ríki í leik liðanna í kvöld. Þar með vann Aust­ur­ríki C-riðil­inn og komst í átta liða úr­slit. Freyr var að von­um svekkt­ur eft­ir leik­inn þegar fréttamaður RÚV ræddi við hann eft­ir leik­inn.

„Þetta klár­ast ekki í kvöld en þetta er erfiðasti leik­ur­inn til­finn­inga­lega séð. Þegar við fáum fyrsta markið á okk­ur var ég hrædd­ur um að þetta myndi ger­ast, að við mynd­um fá mark á okk­ur fljót­lega aft­ur, við vor­um ekki með taug­arn­ar vel stemmd­ar í dag. Við ætluðum okk­ur nátt­úru­lega áfram og við sjá­um ekki eft­ir því og við vor­um inni í því all­an tím­ann. Þetta var mjög erfiður leik­ur og við lærðum mikið. Leik­ur­inn í dag var mjög und­ar­leg­ur og erfiður.“

Aust­ur­ríska liðið skoraði þrjú mörk gegn Íslandi og var betra all­an leik­inn.

„Það er mjög erfitt að spila við þær og við ekki í lagi í koll­in­um og náðum ekki að vinna okk­ur upp úr því. Þá verður leik­ur­inn bara lé­leg­ur og þær eru með það gott lið að þær refsa bara og voru miklu betri.“

Ísland fer heim á morg­un með 0 stig, 1 mark skorað og neðst í riðlin­um.
Hvað er hægt að taka út úr mót­inu? 

„Niðurstaðan er margþætt, við vor­um mjög ná­lægt ein­hverju úr fyrstu tveim­ur leikj­un­um, það eru mjög góðar þjóðir og við sýn­um að við get­um verið ná­lægt þess­um bestu þjóðum en við þurf­um að hafa ofboðslega mikið fyr­ir öllu. Við erum stund­um eins og við séum að reyna að kreista vatn úr steini. þetta er rosa­lega mik­il vinna sem þarf að leggja á sig til að við fáum eitt­hvað út úr þessu á þess­um vett­vangi og við þurf­um að leggj­ast yfir hvað er best fyr­ir okk­ur til að halda dampi og verða betri.“

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin