Sporin sem við þráðum

Freyr Alexandersson á hliðarlínunni.
Freyr Alexandersson á hliðarlínunni. AFP

Eftirvæntingin í Austurríki er skiljanlega öllu meiri fyrir kvöldinu en á Íslandi. Austurríki er í fyrsta sinn í lokakeppni EM kvenna í knattspyrnu, hefur þegar náð frábærum úrslitum og á góða möguleika á að fagna sæti í 8 liða úrslitum mótsins í kvöld. Þjóðirnar mætast í „Kastalanum“ í Rotterdam kl. 18.45 að íslenskum tíma.

„Núna eru allir að fylgjast með okkur og við erum ekki vanar þessari umfjöllun. Að við séum í sjónvarpinu á hverjum degi. Hvert skref sem við tökum gerir heilan helling fyrir knattspyrnu kvenna heima í Austurríki,“ sagði Laura Feiersinger, leikmaður austurríska liðsins og tvöfaldur Þýskalandsmeistari frá tíma sínum í Bayern München.

Feiersinger og stöllur í austurríska liðinu standa í sporunum sem okkar konur ætluðu sér svo sannarlega að vera í. Með austurrísku þjóðina í sigurvímu á bak við sig. Sumar í íslenska liðinu hafa þó staðið í svona sporum, því Ísland komst jú í 8 liða úrslit í Svíþjóð fyrir fjórum árum. Sama hvernig fer gegn Austurríki endar Ísland hins vegar í neðsta sæti riðilsins, en Austurríki dugar jafntefli til að komast áfram eftir að hafa unnið Sviss 1:0 og gert 1:1-jafntefli við Frakkland.

„Þetta kemur mér ekkert á óvart. Við höfum fylgst vel með austurríska liðinu,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í Rotterdam gær. „Ég hitti þjálfara Austurríkis í vetur og ræddi við hann um það sem þau hafa verið að gera. Þróunin hefur verið mjög góð síðustu 3-4 árin. Ég vissi fyrir mótið að liðið þyrfti kannski smáheppni í föstum leikatriðum eða hjá dómaranum, og heppnin hefur verið með þeim í liði, en liðið hefur líka gert nóg til að fá þessa heppni. Ég veit að liðið mun áfram vaxa,“ sagði Freyr.

Nánar er fjallað um viðureign Íslands og Austurríkis í kvöld í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin