Danir slógu Þjóðverja úr leik

Danska liðið fagnar eftir að hafa slegið Evrópumeistarana út.
Danska liðið fagnar eftir að hafa slegið Evrópumeistarana út. AFP

Danmörk sigraði Þýskaland 2:1 í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Rotterdam í Hollandi nú í morgun.

Einokun Þjóðverja á Evrópumeistaratitlinum frá 1995 hefur þar með verið rofin en þýska liðið hafði ekki tapað leik í útsláttarkeppni EM frá árinu 1993.

Danir byrjuðu leikinn illa, sem ríkjandi Evrópumeistararnir refsuðu fyrir og skoruðu strax á þriðju mínútu. Markið var afar klaufalegt, en skot Isabel Kerschowski fór beint á markvörð Dana, Stinu Lykke Pedersen, sem náði þó ekki að verjast.

Þjóðverjar fóru með 1:0-forystu inn í leikhlé, en Danir mættu miklu grimmari til leiks í seinni hálfleik. Nadia Nadim jafnaði metin fyrir Danmörku strax á 49. mínútu, en Theresa Nielsen skoraði sigurmark Dana á 83. mínútu. Þar með tryggði hún þeim 2:1-sigur á Þýskalandi, Evrópumeisturum samfleytt frá 1995. Því er ljóst að nýir Evrópumeistarar verða krýndir í ár.

Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi í Rotterdam, en honum var frestað sökum mikillar rigningar.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin