Dætur Íslands: Sveindís Jane Jónsdóttir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 24:31
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 24:31
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Í fyrsta þætti af Dætr­um Íslands heim­sækj­um við knatt­spyrnu- og landsliðskon­una Svein­dísi Jane Jóns­dótt­ur, leik­mann Wolfs­burg í Þýskalandi.

Svein­dís, sem er tví­tug, hef­ur leikið með Wolfs­burg frá því í janú­ar 2022 en liðið varð bæði bik­ar- og Þýska­lands­meist­ari á nýliðnu keppn­is­tíma­bili.

Hún hélt út í at­vinnu­mennsku í des­em­ber 2020, þá 19 ára göm­ul, þegar Wolfs­burg keypti hana af upp­eld­is­fé­lagi henn­ar Kefla­vík. Tíma­bilið 2021 lék hún á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð.

Svein­dís stimplaði sig ræki­lega inn hjá þýska liðinu á tíma­bil­inu, þar sem hún skoraði 3 mörk og lagði upp önn­ur fjög­ur, þar af tvö í Meist­ara­deild­inni gegn Arsenal, í 14 leikj­um með Wolfs­burg í öll­um keppn­um á tíma­bil­inu.

Alls á hún að baki 18 A-lands­leiki þar sem hún hef­ur skorað sex mörk en hún lék sinn fyrsta lands­leik í sept­em­ber 2020 gegn Lett­landi á Laug­ar­dals­velli í undan­keppni EM.

Hægt er að horfa á þátt­inn um Svein­dísi Jane í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin