„Á einhverjum tímapunkti pirraði þetta mig“

„Líka bara eins og með einkalífið og svona, fréttir eins og Sara er komin með nýjan kærasta,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sara, sem er 31 árs gömul, varð Frakklands- og Evrópumeistari með Lyon á nýliðnu keppnistímabili en hún ræddi meðal annars umfjöllun fjölmiðla um sig í nýjasta þættinum sem birtist í gær.

„Á einhverjum tímapunkti á mínum ferli pirraði þetta mig,“ sagði Sara.

„Í dag þá er ég meira bara að hugsa um að þetta séu fréttir dagsins í dag og á morgun kemur ný frétt,“ sagði Sara meðal annars.

Sara Björk er í nærmynd í öðrum þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin