This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
„Líka bara eins og með einkalífið og svona, fréttir eins og Sara er komin með nýjan kærasta,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M.
Sara, sem er 31 árs gömul, varð Frakklands- og Evrópumeistari með Lyon á nýliðnu keppnistímabili en hún ræddi meðal annars umfjöllun fjölmiðla um sig í nýjasta þættinum sem birtist í gær.
„Á einhverjum tímapunkti á mínum ferli pirraði þetta mig,“ sagði Sara.
„Í dag þá er ég meira bara að hugsa um að þetta séu fréttir dagsins í dag og á morgun kemur ný frétt,“ sagði Sara meðal annars.
Sara Björk er í nærmynd í öðrum þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.