Dætur Íslands: Dagný Brynjarsdóttir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 21:58
Loaded: 0.75%
Stream Type LIVE
Remaining Time 21:58
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Í fjórða þætti af Dætr­um Íslands heim­sækj­um við knatt­spyrnu- og landsliðskon­una Dag­nýju Brynj­ars­dótt­ur, leik­mann West Ham á Englandi.

Dagný, sem er þrítug, hef­ur leikið með West Ham í ensku úr­vals­deild­inni frá því í janú­ar 2021 en hún skrifaði á dög­un­um und­ir nýj­an tveggja ára samn­ing við fé­lagið.

Dagný hélt fyrst út í at­vinnu­mennsku í janú­ar 2015, þegar hún samdi við stórlið Bayern München í Þýskalandi en hún varð Þýska­lands­meist­ari með liðinu sama ár.

Árið 2016 gekk hún til liðs við Port­land Thorns í banda­rísku at­vinnu­manna­deild­inni, þar sem hún varð lands­meist­ari árið 2017 og deild­ar­meist­ari árið 2016 en hún lék með liðinu út tíma­bilið 2019.

Dagný á að baki 101 A-lands­leik þar sem hún hef­ur skorað 34 mörk en hún lék sinn fyrsta lands­leik gegn Banda­ríkj­un­um í fe­brú­ar 2010, þá 18 ára göm­ul. 

Hún er gift Ómari Páli Sig­ur­bjarts­syni og eignuðust þau sitt fyrsta barn sam­an árið 2018, son­inn Brynj­ar Atla.

Hægt er að horfa á þátt­inn um Dag­nýju í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin