Dætur Íslands: Sif Atladóttir

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í sjötta þætti af Dætr­um Íslands heim­sækj­um við knatt­spyrnu- og landsliðskon­una Sif Atla­dótt­ir, leik­mann Sel­foss í Bestu deild kvenna.

    Sif, sem er 36 ára göm­ul, gekk til liðs við Sel­foss í des­em­ber á síðasta ári eft­ir rúm­lega tólf ár í at­vinnu­mennsku í Þýskalandi og Svíþjóð.

    Hún steig sín fyrstu skref í meist­ara­flokki með FH en lék einnig með Þrótti, KR og Val hér á landi áður en hún hélt út í at­vinnu­mennsku.

    Sif lék fyrst í hálft annað ár með Sa­ar­brücken í Þýskalandi áður en hún samdi við Kristianstad í Svíþjóð þar sem hún lék í ell­efu ár.

    Alls á hún að baki 88 A-lands­leiki en hún lék sinn fyrsta lands­leik gegn Ítal­íu í mars árið 2007, þá 21 árs göm­ul.

    Sif er gift Birni Sig­ur­björns­syni og sam­an eiga þau tvö börn, Sól­veigu og Sig­ur­björn Egil. Sif og Bjössi byrjuð sam­an árið 2007 og giftu sig í Þýskalandi árið 2011.

    Hægt er að horfa á þátt­inn um Sif í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan.

    mbl.is

    ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

    Útsláttarkeppnin

    ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

    Útsláttarkeppnin