Lykilmaður Spánar ekki með á EM

Jennifer Hermoso leikur ekki með Spáni á EM.
Jennifer Hermoso leikur ekki með Spáni á EM. AFP

Jenni­fer Hermoso, marka­skor­ari Barcelona, verður ekki með spænska landsliðinu á Evr­ópu­móti kvenna í fót­bolta sem er leikið á Englandi í næsta mánuði. 

Hermoso hef­ur spilað stórt hlut­verk í liði Barcelona síðustu ár en hún er marka­hæsti leikmaður í sögu fé­lags­ins með 174 mörk. Hún skoraði 51 mark, mest á ár­inu af öll­um knatt­spyrnu­kon­um, í öll­um keppn­um árið 2021, þar sem Barcelona vann allt það sem hægt var að vinna.

Spán­verj­inn er hins­veg­ar á leiðinni til Pachuca í Mexí­kó og spil­ar þar á næstu leiktíð. 

Hermoso, sem er einnig marka­hæst í sögu spænska landsliðsins með 45 mörk, varð fyr­ir hné­meiðslum í aðdrag­anda móts­ins og get­ur því ekki tekið þátt á mót­inu. 

Mik­ill miss­ir fyr­ir spænska landsliðið sem er talið eitt það lík­leg­asta til að vinna mótið. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin