Verkefni sem stendur mér mjög nærri

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:30
Loaded: 6.60%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:30
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Þetta er verk­efni sem stend­ur mér mjög nærri,“ sagði Hann­es Þór Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi markvörður ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, þegar hann ræddi nýj­ustu aug­lýs­ingu N1 fyr­ir Evr­ópu­mót kvenna sem hefst hinn 6. júlí á Englandi.

Hann­es Þór, sem á að baki 77 A-lands­leiki, leik­stýrði aug­lýs­ing­unni en hann fór á tvö stór­mót með ís­lenska karla­landsliðinu, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, varn­ar­maður kvenna­landsliðsins, er í aðal­hlut­verki í aug­lýs­ing­unni en þar er henni fylgt eft­ir allt frá því að hún var að stíga sín fyrstu skref með HK í Kópa­vogi.

Gló­dís er í dag samn­ings­bund­in Bayern München en hún hef­ur lagt mikið á sig til þess að kom­ast á þann stað sem hún er í dag.

„Það var auðvelt fyr­ir mig að skrifa aug­lýs­ing­una enda leitaði ég mikið í minn eig­in reynslu­banka,“ sagði Hann­es.

„Við vor­um að leita að Gló­dísi á tveim­ur ald­urs­skeiðum þannig að við fór­um á stúf­ana í leit að fót­bolta­stelp­um með svipuð ein­kenni og Gló­dís,“ sagði Hann­es meðal ann­ars.

Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðsskóna á hilluna á síðasta ári.
Hann­es Þór Hall­dórs­son lagði landsliðsskóna á hill­una á síðasta ári. mbl.is/​Unn­ur Kar­en
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin