This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
„Þetta er verkefni sem stendur mér mjög nærri,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þegar hann ræddi nýjustu auglýsingu N1 fyrir Evrópumót kvenna sem hefst hinn 6. júlí á Englandi.
Hannes Þór, sem á að baki 77 A-landsleiki, leikstýrði auglýsingunni en hann fór á tvö stórmót með íslenska karlalandsliðinu, EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.
Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður kvennalandsliðsins, er í aðalhlutverki í auglýsingunni en þar er henni fylgt eftir allt frá því að hún var að stíga sín fyrstu skref með HK í Kópavogi.
Glódís er í dag samningsbundin Bayern München en hún hefur lagt mikið á sig til þess að komast á þann stað sem hún er í dag.
„Það var auðvelt fyrir mig að skrifa auglýsinguna enda leitaði ég mikið í minn eigin reynslubanka,“ sagði Hannes.
„Við vorum að leita að Glódísi á tveimur aldursskeiðum þannig að við fórum á stúfana í leit að fótboltastelpum með svipuð einkenni og Glódís,“ sagði Hannes meðal annars.