Andstæðingar Íslands á EM með stórsigur

Ouleymata Sarr skoraði tvö fyrir Frakkland.
Ouleymata Sarr skoraði tvö fyrir Frakkland. AFP/Franck Fife

Frakk­land vann ör­ugg­an 4:0-stór­sig­ur á Kam­erún er liðin mætt­ust í vináttu­leik kvenna í fót­bolta í Beau­vais í Frakklandi í kvöld.

Mel­vie Mal­ard og Gried­ge Bat­hy komu Frökk­um í 2:0 í fyrri hálfleik og Ouleym­ata Sarr bæti við tveim­ur mörk­um í seinni hálfleik og þar við sat.

Frakk­land er í D-riðli á EM á Englandi sem hefst í næsta mánuði. Ísland, Belg­ía og Ítal­ía eru einnig í riðlin­um.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin