Frakkland vann öruggan 4:0-stórsigur á Kamerún er liðin mættust í vináttuleik kvenna í fótbolta í Beauvais í Frakklandi í kvöld.
Melvie Malard og Griedge Bathy komu Frökkum í 2:0 í fyrri hálfleik og Ouleymata Sarr bæti við tveimur mörkum í seinni hálfleik og þar við sat.
Frakkland er í D-riðli á EM á Englandi sem hefst í næsta mánuði. Ísland, Belgía og Ítalía eru einnig í riðlinum.