„Geggjaðir fulltrúar Íslands á erlendri grundu“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:52
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:52
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Núna erum við með stelp­ur í Bayern, Svein­dís er í Wolfs­burg og Dagný er í West Ham,“ sagði Sif Atla­dótt­ir, leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dætr­um Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sif, sem er 36 ára göm­ul, snéri heim til Íslands í lok síðasta árs eft­ir rúm­lega tólf ár í at­vinnu­mennsku en hún á að baki 88 A-lands­leiki og er á leið á sitt fjórða stór­mót með kvenna­landsliðinu.

„Þetta eru geggjaðir full­trú­ar okk­ar er­lend­is og stelp­urn­ar sem eru í yngri flokk­un­um núna sjá stærra tæki­færi í því að taka skrefið út núna,“ sagði Sif meðal ann­ars.

Sif er í nær­mynd í sjötta þætti af Dætr­um Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin