This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
„Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M.
Sif, sem er 36 ára gömul, er tveggja barna móðir í dag en hún hefur tvívegis snúið til baka á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð.
„Fjórum mánuðum eftir að ég eignaðist Sólveigu, var ég komin aftur í hópinn hjá Kristianstad því ég þurfti í raun að snúa aftur þá, 5. september, því þá hætti ég að fá pening frá ríkinu,“ sagði Sif meðal annars.
Sif er í nærmynd í sjötta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.