Hefði það miklu betra heima á Íslandi

„Ég á víst að vera með góðan samning miðað við Svíþjóð,“ sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Agla María, sem er 22 ára gömul, er samningsbundin Häcken í sænsku úrvalsdeildinni en hún gekk til liðs við félagið frá Breiðabliki í janúar á þessu ári.

„Á Íslandi bjó ég heima hjá foreldrum mínum en hérna úti er ég að leigja íbúð, ég er með bíl og það fylgir þessu ýmis kostnaður.

Ef ég væri heima þá hefði ég það miklu betra en hérna úti,“ sagði Agla María meðal annars.

Agla María er í nærmynd í sjöunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin