Í áttunda þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, leikmann Bayern München í Þýskalandi.
Karólína Lea, sem er tvítug, gekk til liðs við þýska félagið frá Breiðabliki í janúar 2021 en hún skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Bæjara.
Hún er uppalin hjá FH í Hafnarfirði en gekk til liðs við Breiðblik í október 2017 en hún hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari með Blikum, 2018 og 2020, og einu sinni bikarmeistari, 2018.
Alls á hún að baki 78 leiki í efstu deild með FH og Breiðabliki þar sem hún hefur skorað 11 mörk.
Karólína á að baki 18 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað sjö mörk en hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Finnlandi í júní 2019, þá 17 ára gömul.
Hægt er að horfa á þáttinn um Karólínu Leu í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.