„Ég ætlaði alltaf að verða atvinnukona í fótbolta,“ sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M.
Karólína, sem er tvítug, gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München frá Breiðabliki í janúar á síðasta ári.
„Ég kem úr mikilli fótboltafjölskyldu og það var það eina í stöðunni að reyna að komast út,“ sagði Karólína meðal annars.
Karólína Lea er í nærmynd í áttunda þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.