Mæli með þessu fyrir stelpur og stráka

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:38
Loaded: 25.54%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:38
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Ég hef alltaf verið hrif­in af því að setja mér mark­mið,“ sagði Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dætr­um Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Karólína, sem er tví­tug, lék sinn fyrsta A-lands­leik gegn Finn­landi í júní 2019, en í októ­ber 2019 setti hún sér það mark­mið að byrja A-lands­leik í októ­ber 2020 og það tókst.

„Ég náði þessu mark­miði mínu nán­ast upp á dag og ég mæli mikið með þessu fyr­ir ung­ar stelp­ur og auðvitað stráka líka að setja sér mark­mið,“ sagði Karólína meðal ann­ars.

Karólína Lea er í nær­mynd í átt­unda þætti af Dætr­um Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin