Reyni að sitja sem lengst frá þjálfaranum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:11
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:11
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Maður er bú­inn að vera aðeins á vara­manna­bekkn­um,“ sagði Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dætr­um Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Karólína, sem er tví­tug, er samn­ings­bund­in stórliði Bayern München í Þýskalandi en hún átti ekki fast sæti í byrj­un­arliði þýska liðsins á nýliðnu keppn­is­tíma­bili. 

„Ég er ekki með neitt fast sæti á bekkn­um en ég reyni að sitja sem lengst frá þjálf­ar­an­um,“ sagði Karólína meðal ann­ars í létt­um tón en þjálf­ar­inn Jens Scheur, sem hafði stýrt liðinu frá ár­inu 2019, lét af störf­um eft­ir keppn­is­tíma­bilið.

Karólína Lea er í nær­mynd í átt­unda þætti af Dætr­um Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin