Undirbúningur fyrir EM í fullum gangi

Sveindís Jane á æfingu á Íslandi fyrir brottför.
Sveindís Jane á æfingu á Íslandi fyrir brottför. mbl.isEggert Jóhannesson

Und­ir­bún­ing­ur A-landslið kvenna fyr­ir Evr­ópu­mótið held­ur áfram í Þýskalandi. Ísland byrjaði und­ir­bún­ing­inn heima en fór svo til Pól­lands til að keppa vináttu­lands­leik við pólska landsliðið. Ísland vann leik­inn 3:1.

Íslenska liðið held­ur til Eng­lands 6. júlí og fyrsti leik­ur­inn er 10. júlí gegn Belg­íu. Leik­ur­inn verður spilaður í Manchester á aka­demíu­velli Manchester City.

Íslenska liðið er í riðli með Belg­íu, Ítal­íu og Frakklandi. Leik­dag­ar Íslands eru 10. júlí á móti Belg­íu, 14. júlí gegn Ítal­íu á sama leik­vangi og 18. júlí á móti Frakklandi á Rot­her­ham-leik­vang­in­um, New York Stadi­um.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin