Íslandi raðað í níunda sæti á EM

Íslenska kvennalandsliðið mætir til Manchester á morgun, miðvikudag, og mætir …
Íslenska kvennalandsliðið mætir til Manchester á morgun, miðvikudag, og mætir Belgum á sunnudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland er í ní­unda sæti af sex­tán þjóðum sem taka þátt í loka­keppni Evr­ópu­móts kvenna í fót­bolta þegar reiknaðir eru út sig­ur­mögu­leik­ar þeirra á mót­inu á Englandi.

Það er töl­fræðivef­ur­inn Opta sem hef­ur reiknað út mögu­leik­ana og raðar liðunum sex­tán upp í styrk­leikaröð sam­kvæmt því.

Ensku kon­urn­ar eru þar metn­ar sig­ur­strang­legst­ar en þær frönsku koma á hæl­um eirra með Svíþjóð og Þýska­land í þriðja og fjórða sæti.

Riðill Íslands er met­inn sá sterk­asti miðað við þessa út­reikn­inga því Frakk­ar eru í öðru sæti, Belg­ar í sjö­unda, Ítal­ir í átt­unda og Íslend­ing­ar í ní­unda sæti.

Ísland er m.a. talið eiga meiri sig­ur­mögu­leika en bæði Nor­eg­ur og Dan­mörk en list­inn hjá Opta lít­ur þannig út:

1 Eng­land 19,3%
2 Frakk­land 18,5%
3 Svíþjóð 14,6%
4 Þýska­land 11,5%
5 Spánn 8,8%
6 Hol­land 7,2%
7 Belg­ía 4,5%
8 Ítal­ía 2,9%
9 Ísland 2,8%
10 Aust­ur­ríki 2,6%
11 Nor­eg­ur 2,3%
12 Sviss 2,3%
13 Dan­mörk 1,1%
14 Finn­land 0,6%
15 Portúgal 0,6%
16 Norður-Írland 0,3%

Íslenska liðið mæt­ir til Manchester á morg­un, frá Þýskalandi þar sem liðið hef­ur æft að und­an­förnu, og mæt­ir Belg­íu í fyrstu um­ferð D-riðils á sunnu­dag­inn klukk­an 16.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin