Missir sú besta af EM?

Alexia Putellas haltraði af æfingu í dag.
Alexia Putellas haltraði af æfingu í dag. AFP/Lluis Gene

Al­ex­ia Pu­tellas, besta knatt­spyrnu­kona heims um þess­ar mund­ir, haltraði meidd af æf­ingu spænska landsliðsins í dag og óvissa rík­ir um þátt­töku henn­ar í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins sem hefst á Englandi annað kvöld.

Sam­kvæmt spænsk­um fjöl­miðlum virðist vera um að ræða meiðsli í hné en óvissa er hversu al­var­leg þau eru.

Fjar­vera henn­ar yrði gríðarlegt áfall fyr­ir spænska landsliðið sem er talið eiga mögu­leika á verðlauna­sæti á mót­inu. Pu­tellas fékk Gull­bolt­ann, Ballon d'Or, á síðasta ári og var þá einnig kjör­in besta knatt­spyrnu­kona heims af FIFA og besti leikmaður tíma­bils­ins 2020-21 hjá UEFA en hún varð Evr­ópu­meist­ari með Barcelona vorið 2021.

Spánn mæt­ir Finn­landi í fyrsta leik sín­um í B-riðli EM á föstu­dag­inn en Þýska­land og Dan­mörk eru hin  tvö liðin í riðlin­um.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin