Beth Mead, sóknarmaður Arsenal og landliðskona Englands, skoraði fyrsta markið á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu rétt í þessu.
Markið kom á 16. mínútu eftir heldur rólegan leik hingað til.
Mead tók glæsilega á móti boltanum eftir háa sendingu innfyrir og vippaði honum síðan yfir liðsfélaga sinn hjá Arsenal Manuela Zinsberger í markinu. Glæsilegt mark og fyrsta mark Evrópumótsins skora heimakonur.