Landsliðið mætt til Englands

Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir stilla …
Sara Björk Gunnarsdóttir, Elín Metta Jensen og Dagný Brynjarsdóttir stilla sér upp fyrir myndatöku. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu er mætt til Eng­lands en liðið lenti á flug­vell­in­um í Manchester síðdeg­is í dag.

Liðið hef­ur und­an­farna daga æft í Herzo­genaurach í Þýskalandi við frá­bær­ar aðstæður en Ísland mæt­ir Belg­íu í fyrsta leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester á sunnu­dag­inn kem­ur.

Ásamt Íslandi og Belg­íu leika Ítal­ía og Frakk­land einnig í riðlin­um en Ísland mæt­ir Ítal­íu hinn 14. júlí í Manchester og loks Frakklandi hinn 18. júlí í Rot­her­ham.

Íslenska liðið mun dvelja í Crewe á meðan riðlakeppn­in stend­ur en Evr­ópu­mótið hefst form­lega í kvöld þegar heima­kon­ur í Englandi taka á móti Aust­ur­ríki í upp­hafs­leik móts­ins í A-riðli keppn­inn­ar á Old Trafford í Manchester.

Smelltu hér til að horfa á Dæt­ur Íslands, vefþætti mbl.is um leik­menn ís­lenska kvenna­landsliðsins.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir. Ljós­mynd/​KSÍ
Elísa Viðarsdóttir og Sif Atladóttir.
Elísa Viðars­dótt­ir og Sif Atla­dótt­ir. Ljós­mynd/​KSÍ
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jen­sen. Ljós­mynd/​KSÍ
Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og …
Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir og Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir. Ljós­mynd/​KSÍ
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir. Ljós­mynd/​KSÍ
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin