Metfjöldi áhorfenda á stórmót kvenna

Kvennalið Englands á síðustu æfingu sinni fyrir leikinn á Old …
Kvennalið Englands á síðustu æfingu sinni fyrir leikinn á Old Trafford. Lionesses/Twitter

EM kvenna í knatt­spyrnu byrj­ar í dag með leik Eng­lands og Aust­ur­rík­is. Leik­ur­inn er klukk­an 19:00 á ís­lensk­um tíma og verður spilaður á heima­velli Manchester United, Old Trafford.

Upp­selt er á upp­hafs­leik Eng­lands og Aust­ur­rík­is en Old Trafford get­ur tekið 74.140 áhorf­end­ur. Aldrei hef­ur verið svona mik­il aðsókn á stór­mót kvenna í knatt­spyrnu í Evr­ópu en það hafa verið seld­ir yfir 500.000 miðar á leiki á mót­inu. 

Evr­ópu­mótið í ár er haldíð í Eng­land og hefst mótið í dag þegar Eng­land mæt­ir Aust­ur­ríki í leik­húsi draumanna. Eng­land og Aust­ur­ríki eru í riðli A. Á morg­un klár­ast svo fyrsta um­ferð A-riðils með leik Nor­egs og Norður-Írlands. Ísland er í D riðli og spil­ar því ekki fyrr en á sunnu­dag þegar stelp­urn­ar mæta Belg­íu kl 16:00 að ís­lensk­um tíma. 


 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin