Beint af myndbandsfundi yfir í Love Island

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í góðum gír á liðshóteli Íslands …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í góðum gír á liðshóteli Íslands í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er búið að vera draum­ur hjá manni að kom­ast á stór­mót, al­veg síðan að maður var krakki, þannig að ég gæti ekki verið bet­ur stemmd ef svo má segja,“ sagði Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir, leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is á liðshót­eli ís­lenska liðsins í Crewe á Englandi í dag.

Karólína Lea, sem er tví­tug, er á sínu fyrsta stór­móti með kvenna­landsliðinu en Ísland mæt­ir Belg­íu í fyrsta leik sín­um á mót­inu í D-riðli keppn­inn­ar í Manchester á sunnu­dag­inn.

„Það var mik­il stemn­ing í Manchester þegar að við lent­um á Englandi og loks­ins feng­um við einka­flug­vél­ina sem við erum bún­ar að bíða ansi lengi eft­ir. Loks­ins er maður kom­inn á stór­mót eins og ég sagði áðan og maður er ennþá að átta sig á því að maður sé virki­lega kom­inn hingað ef svo má segja.

Ég er virki­lega spennt fyr­ir sunnu­deg­in­um og ég á al­veg von á því að fiðring­ur­inn verði mik­ill þegar maður byrj­ar að hita upp og geng­ur inn á völl­inn,“ sagði Karólína Lea sem á að baki 19 A-lands­leiki fyr­ir Ísland þar sem hún hef­ur skorað sjö mörk.

Það var góð stemning í íslenska hópnum á æfingu liðsins …
Það var góð stemn­ing í ís­lenska hópn­um á æf­ingu liðsins í Crewe í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Alltaf góð stemn­ing í hópn­um

Leik­menn ís­lenska liðsins hafa verið dug­leg­ir að stytta sér stund­ir á hót­el­inu í Crewe.

„Auðvitað er al­var­an aðeins tek­in við núna en samt er alltaf góð stemn­ing í hópn­um og all­ir létt­ir ef svo má segja. Við erum orðnar góðar í að finna þetta svo­kallaða jafn­vægi og við fór­um til dæm­is í Singst­ar í gær.

Við mun­um fara vel yfir Belg­ana í kvöld á mynd­bands­fundi og svo eft­ir hann dett­um við aft­ur í létt­leik­ann og planið er að horfa á Love Is­land.

Við erum nátt­úru­lega á Englandi og stemn­ing­in fyr­ir Love Is­land er því ansi mik­il hjá hópn­um. Ég held með Gem­mu Owen, dótt­ur hans Michaels Owen og Luca Bish, þau eru mitt fólk í þess­ari þáttaröð.“

Sara Björk Gunnarsdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og …
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Svava Rós Guðmunds­dótt­ir, Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir slá á létta strengi. Eggert Jó­hann­es­son

Held­ur fjöl­skyld­unni á jörðinni

Marg­ir fjöl­skyldumeðlim­ir Karólínu Leu verða á leikn­um gegn Belg­íu á sunnu­dag­inn.

„Ég er fyrst og fremst spennt eins og staðan er í dag en það kem­ur ör­ugg­lega upp ein­hver fiðring­ur þegar við mæt­um á aka­demíu­völl­inn í Manchester. Maður reyn­ir hins veg­ar að halda ró sinni þangað til á sunnu­dag­inn í það minnsta.

Það er mik­il spenna inn­an fjöl­skyld­unn­ar auðvitað en ég er með mikið jafnaðargerð og það er aðeins mitt hlut­verk að halda fjöl­skyld­unni á tán­um. Þau verða öll í stúk­unni á sunnu­dag­inn og ég er ekki frá því að ég muni fá smá gæsa­húð þegar ég sé þau í stúk­unni,“ sagði Karólína Lea í sam­tali við mbl.is.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka