Linda Charlotta Sällström kom Finnlandi yfir eftir 50 sekúndna leik gegn Spáni í fyrsta leik B-riðilsins á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu.
Hún fékk stungusendingu inn fyrir frá varnarmanninum Önnu Westerlund og lagði boltann laglega í fjærhornið framhjá Söndru Panos, markverði Spánar.
Heldur betur óvænt byrjun á fyrri leik dagsins.