Liðsfélagar Sveindísar sáu um þriðja markið

Þýsku konurnar fagna marki Lenu Lattwein
Þýsku konurnar fagna marki Lenu Lattwein AFP

Liðsfé­lag­ar Svein­dís­ar Jane Jóns­dótt­ur hjá Wolfs­burg sáu um þriðja mark Þýska­lands í sann­fær­andi 4:0 sigri liðsins á Dan­mörku á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu í kvöld. 

Markið kom á 78. mín­útu leiks­ins þegar bakvörður­inn Felicitas Rauch tók auka­spyrnu sem endaði á koll­in­um á miðju­mann­in­um Lenu Ober­forf sem skallaði hann svo á nöfnu sína Lenu Lattwein, sem hafði aðeins verið á vell­in­um í 17. mín­út­ur. Lattwein tók vel á móti bolt­an­um og þrumaði hon­um svo í netið. 

Það sem er hvað áhuga­verðast er að all­ar þrjár eru á mála hjá Wolfs­burg, en landsliðskon­an Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir leik­ur einnig þar. 

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona.
Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir, landsliðskona. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin