Mikið áreiti fyrir fimm árum síðan

Berglind Björg Þorvaldsdóttir er á sínu öðru stórmóti.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er á sínu öðru stórmóti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Stemn­ing­in í hópn­um er mjög góð og við erum virki­lega spennt­ar að hefja leik,“ sagði Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir, fram­herji ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is fyr­ir utan liðshót­el ís­lenska liðsins í Crewe á Englandi í dag.

Ísland mæt­ir Belg­íu í sín­um fyrsta leik í D-riðli loka­keppni Evr­ópu­móts­ins í Manchester á sunnu­dag­inn en liðið mætti til Eng­lands á miðviku­dag­inn síðasta.

„Það var virki­lega gott að kom­ast aðeins til Þýska­lands þar sem við fór­um vel yfir það hvað við ætl­um að gera á loka­mót­inu. Þetta var því frá­bær und­ir­bún­ing­ur og það er al­veg óhætt að segja að við séum til­bún­ar í slag­inn.

Það var mikið áreiti í gangi fyr­ir Evr­ópu­mótið í Hollandi fyr­ir fimm árum síðan en þetta er mun ró­legra núna og maður fann það sér­stak­lega þegar maður kom til Þýska­lands. Við erum all­ar nokkuð slak­ar en við fór­um aðeins yfir Belg­ana á æf­ing­unni í dag og það er orðið aðeins raun­veru­legra núna hversu stutt er í fyrsta leik,“ sagði Berg­lind.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir í góðum gír á æfingu íslenska liðsins …
Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir í góðum gír á æf­ingu ís­lenska liðsins í gær. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þekkja hvor aðra út og inn

Það bend­ir allt til þess að Berg­lind Björg verði í byrj­un­arliði ís­lenska liðsins gegn Belg­um en hún er að taka þátt í sínu öðru stór­móti með kvenna­landsliðinu.

„Við erum all­ar góðar vin­kon­ur í hópn­um og marg­ar af okk­ur hafa spilað lengi sam­an sem hjálp­ar líka mikið til. Við þekkj­um hvor aðra út og inn og von­andi náum við að nýta okk­ur það sem skildi á vell­in­um sjálf­um.

Leik­ur­inn gegn Belg­íu leggst ótrú­lega vel í mig og við mun­um fara bet­ur yfir þær í kvöld. Eins og staðan er núna veit ég ekki mikið um þær. Það er mik­il­vægt að byrja mótið vel og það væri frá­bært að vinna fyrsta leik, það myndi gefa okk­ur mjög mikið,“ sagði Berg­lind Björg í sam­tali við mbl.is.

Það var létt yfir Berglindi í dag.
Það var létt yfir Berg­lindi í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin