Spæsnka landsliðið er komið 2:1 yfir gegn Finnlandi eftir að hafa fengið mark á sig eftir 50 sekúndna leik á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu.
Linda Sällström kom Finnum óvænt yfir á fyrstu mínútu leiksins.
Fyrirliðinn Irene Paredes jafnaði metin fyrir Spán á 26. mínútu með skallamarki úr hornspyrnu sem Mariona Caldentey tók. Aitana Bonmatí kom svo Spánverjum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þar skallaði hún fyrirgjöf Mapi Leon glæsilega í netið.
Jennifer Hermoso og Alexia Putellas, tveir lykilleikmenn Spánar, eru fjarverandi á mótinu. Hermoso er meidd á hné og Putellas, sem var valin besta knattspyrnukona heims fyrr á árinu, sleit krossband á æfingu fyrir mótið.
Það er mikil eftirsjá af þeim hjá spænska liðinu, sem þó er komið yfir hér á Englandi.