Spánverjar svöruðu með tveimur skallamörkum

Irene Paredes fangar marki sínu.
Irene Paredes fangar marki sínu. AFP

Spæsnka landsliðið er komið 2:1 yfir gegn Finn­landi eft­ir að hafa fengið mark á sig eft­ir 50 sek­úndna leik á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu.

Linda Sällström kom Finn­um óvænt yfir á fyrstu mín­útu leiks­ins. 

Fyr­irliðinn Irene Paredes jafnaði met­in fyr­ir Spán á 26. mín­útu með skalla­marki úr horn­spyrnu sem Mari­ona Cald­entey tók. Ait­ana Bon­matí kom svo Spán­verj­um yfir þegar þrjár mín­út­ur voru eft­ir af fyrri hálfleik. Þar skallaði hún fyr­ir­gjöf Mapi Leon glæsi­lega í netið.

Aitana Bonmatí fangar marki sínu.
Ait­ana Bon­matí fang­ar marki sínu. AFP

Jenni­fer Hermoso og Al­ex­ia Pu­tellas, tveir lyk­il­leik­menn Spán­ar, eru fjar­ver­andi á mót­inu. Hermoso er meidd á hné og Pu­tellas, sem var val­in besta knatt­spyrnu­kona heims fyrr á ár­inu, sleit kross­band á æf­ingu fyr­ir mótið. 

Það er mik­il eft­ir­sjá af þeim hjá spænska liðinu, sem þó er komið yfir hér á Englandi. 

Spænsku landsliðskonurnar halda á treyju Alexia Putellas fyrir leik.
Spænsku landsliðskon­urn­ar halda á treyju Al­ex­ia Pu­tellas fyr­ir leik. AFP
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin