„Ég held að þessi tími sem ég ólst upp, þar sem þjálfarar voru með eldræður og að öskra á þig, sé liðinn,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M.
Þorsteinn, sem er 54 ára gamall, tók við þjálfun Íslands í janúar á síðasta ári en fram að því hafði hann stýrt Breiðabliki í sex tímabil.
„Ég er ekki þar,“ sagði Þorsteinn þegar hann var spurður hvort hann nýtti sér bandarískar bíómyndir til þess að hvetja sitt lið áfram rétt fyrir leik.
„Það er líklegra að Ási [Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari] taki það, hann er mikið bíómyndanörd,“ sagði Þorsteinn léttur.
Þorsteinn er í nærmynd í lokaþættinum af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.