Dugar ekkert minna fyrir drottningarnar

Ylfa Helgadóttir kokkur.
Ylfa Helgadóttir kokkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kokkurinn Ylfa Helgadóttir hefur heldur betur slegið í gegn hjá leikmönnum og starfsliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Ylfa, sem er 33 ára gömul, er stödd í Crewe á Englandi ásamt íslenska hópnum en hún sér um alla matseld fyrir leikmenn og starfsfólk KSÍ í lokakeppni Evrópumótsins sem nú stendur yfir á Englandi.

Hún hefur verið hluti af íslenska kokkalandsliðinu til fjölda ára og þá átti hún og rak meðal annars veitingastaðinn Kopar við Geirsgötu áður en hún seldi staðinn árið 2020.

Í dag stundar Ylfa nám við lögfræði í Háskóla Íslands, ásamt því að leika listir sínar í eldhúsinu fyrir kvennalandsliðið.

Sönn forréttindi

„Það er algjörlega ólýsanlegt og sönn forréttindi að vera hérna og fá að taka þátt í þessu öllu með stelpunum,“ sagði Ylfa í samtali við blaðamann fyrir utan liðshótel íslenska liðsins í Crewe í gær.

„Kvennalandsliðið hefur aldrei verið með sérkokk áður á meðan karlalandsliðið er búið að vera með sinn eigin kokk í einhvern tíma núna. „Þetta er örugglega best gigg í heimi,“ hugsaði ég oft með mér á meðan ég fylgdist með vini mínum Hinriki Guðbjargarsyni í hans verkefnum með karlaliðinu.

Þegar ég fékk svo símtal frá forráðamönnum KSÍ, í byrjun þessa árs, um það hvort ég hefði áhuga á því að fara með liðinu til Englands þá var ég ekkert mjög lengi að hugsa mig um og ég held að ég hafi bara sagt já á staðnum,“ sagði Ylfa.

Renndi blint í sjóinn

Matseld Ylfu heldur heldur betur slegið í gegn og stelpurnar treysta henni fullkomlega.

„Mitt fyrsta verkefni með liðinu var í apríl þegar ég ferðaðist með þeim til Serbíu og Tékklands og þá renndi ég aðeins blint í sjóinn. Ég hafði aldrei hitt stelpurnar þegar ég gerði minn fyrsta matseðil fyrir þær sem var sérstakt.

Eftir það verkefni þá sendi ég þeim smá skoðanakönnun þar sem ég bað þær um að útlista fyrir mig einhverjar séróskir. Svörin sem ég fékk til baka voru öll á þá leið að allt sem ég hefði eldað fyrir þær hefði verið frábært og eftir það hef ég bara reynt að treysta á eigið innsæi.“

Ylfu hefur verið lýst sem drottningunni í eldhúsinu af leikmönnum íslenska liðsins.

„Þessi umræða kom satt best að segja alveg flatt upp á mig en ég skal alveg viðurkenna það að það var ótrúlega gaman að sjá viðtalið við Glódísi á mbl.is í fyrradag.

Þessar stelpur eru svo flottar og frábærar og það eru í raun bara eintómar drottningar hérna, í og í kringum liðið, og það dugar því ekkert minna í eldhúsinu líka,“ bætti Ylfa við í léttum tón í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin