Einbeittari en oft áður

Hallbera Guðný Gísladóttir segir að það sé ávallt stutt í …
Hallbera Guðný Gísladóttir segir að það sé ávallt stutt í grínið hjá sér en fókusinn sé rétt stilltur þegar flautað sé til leiks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Al­var­an er að byrja og ég hef virki­lega góða til­finn­ingu fyr­ir fram­hald­inu,“ sagði Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir, leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við Morg­un­blaðið á liðshót­eli ís­lenska liðsins í Crewe í gær.

Ísland mæt­ir Belg­íu í fyrsta leik sín­um í D-riðli loka­keppni Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester á morg­un en Frakk­land og Ítal­ía leika einnig í sama riðli.

Hall­bera, sem er 35 ára göm­ul, tek­ur þátt í sínu þriðja stór­móti en hún á að baki 128 A-lands­leiki fyr­ir Ísland og er næst leikja­hæst í ís­lenska hópn­um og jafn­framt þriðja leikja­hæsta landsliðskona Íslands frá upp­hafi á eft­ir Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur og Katrínu Jóns­dótt­ur.

„Það er alltaf jafn gam­an að taka þátt í stór­móti með landsliðinu og ég myndi segja að þetta sé skemmti­legra en í Svíþjóð til dæm­is fyr­ir níu árum síðan því mótið er alltaf að verða stærra og stærra.

Per­sónu­lega þá er ég orðin mun fókuseraðri á fót­bolt­ann núna en í Svíþjóð til dæm­is þar sem maður var ná­lægt því að vera ákærð fyr­ir dýr­aníð. Maður er því bú­inn að þrosk­ast aðeins á þess­um níu árum og far­in að for­gangsraða hlut­un­um bet­ur,“ sagði Hall­bera í létt­um tón.

Alltaf stutt í grínið

Hall­bera hef­ur verið lengi í landsliðinu en hún lék sinn fyrsta lands­leik árið 2008, þá 21 árs göm­ul.

„Þú get­ur ekki alltaf verið í ein­hverj­um fífla­lát­um en á sama tíma hef ég nú alltaf náð að stilla fókus­inn rétt af þegar dóm­ar­inn flaut­ar til leiks. Ég finn það samt að ég er orðin mun þroskaðri og ró­legri en ég var en það er samt alltaf stutt í grínið hjá manni líka, sem er mik­il­vægt.

Viðtalið í heild er í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin