Frábær endurkoma Portúgals gegn Sviss

Jessica Silva fagnar laglegu jöfnunarmarki sínu í dag.
Jessica Silva fagnar laglegu jöfnunarmarki sínu í dag. AFP/Oli Scarff

Portúgal og Sviss skildu jöfn, 2:2, í hörku­leik í C-riðli EM 2022 í knatt­spyrnu kvenna í dag.

Sviss­lend­ing­ar hófu leik­inn af gíf­ur­leg­um krafti og voru komn­ir yfir eft­ir rétt rúm­lega 80 sek­úndna leik.

Coumba Sow skoraði þá með glæsi­legu skoti fyr­ir utan teig sem hafnaði í blá­horn­inu fjær.

Aðeins þrem­ur mín­út­um síðar tvö­faldaði Rachel Kiwic for­yst­una.

Ramona Bachmann átti þá lag­lega fyr­ir­gjöf úr auka­spyrnu utan af velli sem Kiwic skallaði af krafti upp í þak­netið.

Staðan þar með 2:0 í leik­hléi.

Þrátt fyr­ir af­leita byrj­un var Portúgal ekk­ert á því að gef­ast upp.

Eft­ir tæp­lega klukku­tíma leik minnkaði Portúgal mun­inn.

Di­ana Gomes var þá grimm í víta­teign­um og vann skalla­bolt­ann, Gaelle Thal­mann í marki Sviss varði en Gomes náði frá­kast­inu og tróð bolt­an­um í netið.

Sex mín­út­um síðar jafnaði Portúgal met­in.

Tatiana Pinto átti þá glæsi­lega fyr­ir­gjöf af hægri kant­in­um sem Jessica Silva stýrði snyrti­lega niður í blá­hornið fjær.

Fleiri urðu mörk­in ekki og sætt­ust liðin því að lok­um á sitt hvort stigið.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin