Í hverju verður landsliðsþjálfarinn?

Þorsteinn Halldórsson stýrði æfingu íslenska liðsins á akademíuvelli Manchester City …
Þorsteinn Halldórsson stýrði æfingu íslenska liðsins á akademíuvelli Manchester City í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsþjálf­ar­inn Þor­steinn Hall­dórs­son mun ekki klæðast jakka­föt­um á morg­un þegar Ísland mæt­ir Belg­íu í sín­um fyrsta leik í D-riðli Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester á morg­un.

Þjálf­ar­inn vildi ein­fald­lega ekki vera í jakka­föt­um á hliðarlín­unni og íþrótta­vöru­fram­leiðand­inn Puma sá því um að út­vega Þor­steini fatnað fyr­ir morg­undag­inn.

„Já það er komið á hreint,“ sagði Þor­steinn þegar hann var spurður að því á blaðamanna­fundi ís­lenska liðsins á aka­demíu­vell­in­um í Manchester hvort að klæðnaður hans á hliðarlín­unni væri klár.

Þor­steinn vildi hins veg­ar lítið gefa upp um fatnaðinn sem hann mun klæðast sem er eins og áður sagði fram­leidd­ur af Puma sem er jafn­framt bún­inga­fram­leiðandi landsliða Íslands.

„Ég verð glæsi­leg­ur að vanda,“ sagði Þor­steinn glaður í bragði án þess að gefa of mikið upp.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin